73. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 7. maí 2014 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:49
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:00

Ragnheiður Ríkharðsdóttir var fjarverandi af persónulegum ástæðum.
Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Nefndin samþykkti fundargerðir 68.og 70. fundar.

2) 524. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 09:09
Á fund nefndarinnar komu Esther Finnbogadóttir, Tryggvi Þór Herbertsson og Þórhallur Arason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Freyr Hermannsson, Már Guðmundsson og Sturla Pálsson frá Seðlabanka Íslands. Fulltrúar ráðuneytisins kynntu nefndarmönnum málið. Fulltrúar Seðlabankans kynntu nefndinni afstöðu til málsins. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 316. mál - fjárhagslegar tryggingarráðstafanir Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar komu Inga Þórey Óskarsdóttir frá innanríkisráðuneytinu, Berglind H. Jóndsóttir, Guðrún Finnborg Þórðardóttir og Hjálmar Brynjólfsson frá Fjármálaeftirlitinu og Sigríður Benediktsdóttir og Sigríður Logadóttir frá Seðlabanka Íslands. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 426. mál - fjármálastöðugleikaráð Kl. 10:50
Á fund nefndarinnar komu Már Guðmundsson, Sigríður Logadóttir og Sigríður Benediktsdóttir frá Seðlabanki Íslands og Berglind H. Jónsdóttir, Guðrún Finnborg Þórðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir frá Fjármálaeftirlitinu. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 484. mál - séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar Kl. 11:42
Nefndin ræddi málið.

6) Önnur mál Kl. 12:25
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 12:00